Haustmót JSÍ 2022 Úrslit

23. október 2022|

  Haustmót JSÍ 2022 fór fram 23. október í íþróttahúsi  UMFG í Grindavík. Keppendur voru 55 talsins frá sjö klúbbum en þeir voru: Judodeild Ármanns (JDÁ), Judofélag Garðabæjar (JG), Judofélag Reykjavíkur (JR), Judfélag Reykjanesbæjar (JRB), Judodeild KA, Selfoss og Judodeild Tindstóls. Meðal þátttakenda voru tveir ungir úkraínskir judomenn, þeir Anton Ponomarenko og Artem Ponomarenko, sem hafa þurft að flýja heimahaga sína vegna stríðsins sem þar geysar. Hafa þeir dvalið á Íslandi í nokkra mánuði og eru skráðir sem iðkenndur JG. Báðir eru þeir mjög frambærilegir judomenn en Anton [...]

Afmælismót JR 2022 yngri

18. október 2022|

Afmælismót JR í yngri aldurflokkum var haldið 15. október í húsnæði Judofélags Reykjavíkur. Þátttakendur voru rúmlega 40 talsins. Þátttakendur komu úr sex félögum: JR, Judodeild Ármanns. Judodeild Grindavíkur, Judodeild ÍR, Judoféllagi Reykjanesbæjar og Judodeild Tindastóls. Keppendur voru á aldrinum 8 til 14 ára. Judomeistara framtíðarinnar sýndu góð tilþrif og voru margar glímur mjög jafnar og skemmtilegar. Hér má sjá myndir og myndbönd frá mótinu á síðu Judofélags Reykjavíkur. Hér eru úrslit mótsins

Judo fyrir alla, sérsniðnar æfingar að einstaklingum með sérþarfir

27. september 2022|

  (Grein fengin af síðu Judofélags Reykjanesbæjar) Arnar Már Jónsson, Íþróttagreinastjóri Special Olympics á Íslands, vinnur að því emð Íþróttasambandi fatlaðra, Special Olympics á Íslandi, Judosambandi Íslands og Judofélagi Reykjanesbæjar að virkja fleiri iðkendur til þátttöku í judo. Nú verða í fyrsta skipti sérstakar æfingar í judo fyrir iðkendur með stuðningsþarfir, þá sem ekki af einhverjum ástæðum treysta sér á almennar judoæfingar sem eru í boði. Arnar Már, sem er með svart belti í judo (2. Dan), hefur þjálfað judo til fjölda ára og sérhæft sig í kennslu [...]

Landsliðs æfingabúðir í Malmö 2022

27. september 2022|

  Nú um þessar mundir, eða daganna 26-29 september er hópur íslenskra landsliðsmanna í judo við æfingar í Malmö, Svíðþjóð. Það eru þeir Egill Blöndal, Kjartan Hreiðarsson, Ingólfur Rögnvaldsson og Skarphéðinn  Hjaltason ásamt landsliðsþjálfara Zaza Simonishvili. Æfingabúðirnar bera yfirskriftina Nordic Training camp Malmö og eru þær skipulagðar af sænska judosambandinu og fara æfingar fram í afreksmiðstöðinni í Baltiska Hallen. Æfingabúðirnar eru liður í landsliðsundirbúningi en næsta lansliðsverkefni sem er framundan er Evrópumeistaramót smáþjóð sem fram fer 5-6 nóvember.  

Úrslit EM Juniora 2022

19. september 2022|

Daganna 15. Til 18. september fór fram EM Juniora 2022 í Prag, Tékklandi. Ísland átti tvo fulltrúa að þessu sinni, þá Ingólf Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson. Ingólfur keppti -66kg flokki og drógst gegn Bertil Lavrsen (Den) í fyrstu umferð. Ingólfur lenti wazaari undir þegar um það bil ein og half mínúta var liðin af glímutíma. Var mjög erfitt að sja um hvort um skor hafi verið um að ræða. Skömmu seinna skoraði  Lavrsen wazaari á ný og hafði þá þar með hlotið sigur og var Ingólfur þar með [...]