Föstudaginn 10. maí mættu nokkur af efnilegasta judofólki landsins á skrifstofu JSÍ til að taka á móti nýjum Essimo keppnisbúningum sem Judosambandið fékk að gjöf frá Evrópska judosambandinu (EJU). Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari og George Bountakis framkvæmdastjóri afhentu gjöfina fyrir hönd JSÍ.