Nokkrir íslenskir krakkar fóru á EJU Kids Camp en Annika Líf Maríudóttir Noack, þjálfari Tindastóls, hélt um hópinn ásamt foreldrum. EJU Kids Camp eru æfingabúðir sem haldnar eru í tengslum við Evrópumótið í judo 2024. Í búðunum er m.a. Nuno Delgado og Matija Jug Dujakovic í fararbroddi. Markmiðið er að fræða og veita ungum iðkendum í judo frá ýmsum löndum innblástur. Þar gefst ungu iðkendunum tækifæri til að læra af reyndum íþróttamönnum og njóta samverunnar við jafnaldra sína víðs vegar að úr Evrópu. Búðirnar eru mikilvægur hvatningarvettvangur innan judosamfélagsins.