Vegna mikillar þáttttöku, um 150 keppendur og fermingar hjá einhverjum á sunnudag hefur verið ákveðið að skipta mótinu á tvo daga og þeir sem eru á fermingaraldri keppa fyrstir.
Mótið verður haldið í Júdódeild Ármanns í Laugardal.

  1. Vigtun fyrir alla aldursflokka frá kl. 18-19 föstudagskvöldið 14. mars í Júdódeild Ármanns í Laugardal.
  2. Keppt er í aldursflokkum 13-14 ára og 15-16 ára föstudagskvöldið 14 mars og hest keppnin kl 20 hjá 13-14 ára og lýkur um kl. 21 og hefst þá keppnin hjá 15-16 ára sem ætti að ljúka um kl. 22.
  3. Keppni 11-12 ára og 15-19 ára er laugardaginn 15. mars og hefst keppnin í aldursflokknum 11-12 ára kl. 10 og lýkur um kl. 12 og þá hefst keppni 15-19 ára sem lýkur um kl. 15.

Mætið tímanlega því ef einhver afföll verða á þátttöku þá gengur mótið hraðar fyrir sig og strax byrjað á næstu flokkum.

Munið keppnisgjaldið en það er 1000 kr og þeir sem eiga eftir að greiða júdópassann (1500 kr.) fyrir tímabilið sept. 07 til sept 08 geta greitt það við vigtun.

Ef einhver sér fram á að forfallast þá vinsamlegast látið mig þá vita um það sem fyrst.

Kv/bjarni

Sími. 6628055