Vil minna á nokkur atriði vegna ÍM 2008 yngri en 20 ára sem haldið verður næstu helgi.

1. Keppt verður í Júdódeild Ármanns á tveimur völlum og þarf því að manna dómara og aðra starfsmenn samkvæmt því.

2. Vegna ferminga á sunnudaginn verður keppni aldursflokknum 13-14 ára á föstudagskvöldið og líklega einnig 15-16 ára aldursflokkurinn og á laugardag verður þá  keppt í aldursflokkum 11-12 ára og 15-19 ára. Endanleg ákvörðun ræðst af þátttöku og því er mikilvægt að  allir sendi skráninguna fyrir miðnætti svo hægt sé að senda út nánari tímasetningar á morgun.

3. Vigtun verður frá kl.18-19 á föstudagskvöld í JDÁ í öllum aldursflokkum og líka þeirra sem keppa á laugardag og áætlað er að hefja keppni kl. 20:00 á föstudagskvöld og kl.10:00 á laugardag.

4. Sveitakeppni viðkomandi aldursflokka verður kláruð á sama tíma.

5. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld.

6. Munið að fylla út eyðublöðin vegna sveitakeppninnar bæði aðalmenn og varamenn.

Kv/bjarni