Vormótið sem vera átti síðustu helgi verður haldið föstudaginn 16. maí.

Það verður haldið í Júdódeild Ármanns í Laugardal.

Vigtun á ábyrgð júdódeilda/félaga.

Ef mótstjóri telur þörf á því að vigta einhvern aftur verður það gert.

Tímaáætlun

Keppni í 11-14 ára aldursflokkum hefst kl. 17:30 og ætti að vera lokið um kl. 19:30

Keppni í 15-16 og 15-19 ára aldursflokkum hefst kl. 19:30 og ætti að vera lokið um kl. 20:00

Keppni fullorðinna (15 ára og eldri) hefst kl. 20:00 og ætti að vera lokið um kl. 22:00

Allir sem skráðu sig til keppni verða að mæta í síðasta lagi 20 mín áður en mótið hefst til að staðfesta þátttöku annars verður ekki gert ráð fyrir þeim.