Eins og undanfarin ár verða reglulegar sameiginlegar æfingar fram að vori. Næstu helgi eða laugardaginn 31. jan og sunnudaginn 1. feb verða þær fyrstu og verða þær haldnar í JR.Á laugardag frá kl. 16-17:30 og á sunnudag  frá kl. 11-13 og líklega önnur þann dag frá kl . 16-17:30 en það verður ákveðið á laugardagsæfingunni og ræðst nokkuð af þátttöku.  

Fram að Smáþjóðaleikunum sem verða í byrjun júní er gert ráð fyrir um 12-20 æfingum og verða þær auglýstar síðar.

 Þessar æfingar eru fyrst og fremst randori æfingar  og eru þær opnar öllum 15 ára og eldri en ekki eingöngu fyrir landsliðsmenn svo það fari ekki á milli mála.