Hér eru úrslitin úr fyrstu umferð.
Laugardaginn 7. febrúar fór fyrsta umferð fram af fjórum í bikarkeppni JSÍ yngri en 15 ára. Þetta er í fyrsta skiptið sem svona mót er haldið með þessu fyrirkomulagi. Skráð voru 12 lið til keppni frá sex félögum og voru keppendur 58. Af þessum 12 liðum komast 8 áfram í aðra umferð sem verður 4. apríl. Í þriðju umferð sem verður í okt. komast 6 lið og að lokum keppa 4 lið til úrslita í nóvember. Miðað við þátttökuna og stemminguna sem var á mótinu bæði hjá keppendum og ekki síður áhorfendum þá lofar þessi keppni góðu. Þetta var stutt og snaggaralegt mót með fullt af fallegum glímum og góð skemmtun.




Þau lið sem komust í aðra umferð eru blálituð
| Riðill-A | Riðill-B | Riðill-C | Riðill-D |
| Selfoss- A | JR- B | JR- C | JR- A |
| ÍR- A | Selfoss- B | ÍR- B | Selfoss- C |
| KA- A | JDÁ | KA- B | Grindavík |




