Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Kýpur í næstu viku. Því miður meiddist Sveinbjörn í baki og gera varð breytingu á liðinun og Birgir Ómarsson kemur í stað Sveinbjörns. Ekki verður keppt í +100 kg flokki karla né -78 og +78 kg flokkum kvenna.

Eftirfarandi aðilar munu keppa á Kýpur

-60 kg      Axel Kristinsson,  JDÁ

-66 kg      Ingi Þór Kristjánsson, JR

-73 kg      Kristján Jónsson, JR

-81 kg      Birgir Ómarsson, JDÁ

-90 kg      Bjarni Skúlason, JDÁ  / Jósep Þórhallsson, JR

-100 kg   Jósep Þórhallsson, JR / Bjarni Skúlason, JDÁ

-70 kg     Anna Soffía Víkingsdóttir, JDÁ

Flokkstjóri verður Jón Hliðar Guðjónsson, þjálfari er Bjarni Friðriksson og Þórir Rúnarsson mun dæma á leikunum.

Keppt verður 2. júní, 3. júní og 5. júní.

Þann 2. júní verður keppt í -66kg, -81kg og -100 kg og verður bein útsending frá úrslitunum á RUV frá kl. 13-15.

Þann 3. júní verður keppt í -60kg, -73kg og -90kg og  -70 kg . Bein útsending ??

Þann 5. júní verður keppt í sveitakeppni og keppt í þremur þyngdarflokkum -66kg, -81kg og -100 kg . Við verðum með karlasveit en ekki kvennasveit að þessu sinni. Bein útsending ??

Þó svo að RUV sendi líklega bara beint þann 3. júní þá skilst okkur að það verði einhverjar beinar útsendingar frá mótshaldara á Kýpur og þá er bara leita á gervihnattadiskunum ykkar og athuga hvort eitthvað sér þar að finna.

Hér er tengill á heimasíðu leikanna  http://www.cyprus2009.org.cy/