Kristján hætti keppni.
Kristján í -73kg flokknum hóf keppni síðastur okkar manna og mætti í fyrstu glímu MON sem vann flokkinn 2007 og að lokim einnig núna. Glíman byrjaði vel og átti Kristján fullt í glímunni. MON var þó öllu sterkari þegar leið á og fékk Kristján á sig sido og MON skoraði yuko þegar um 2 mín voru liðnar. Þegar 2:40 sek voru eftir fór MON í kataguruma sem að Kristján bjargaði sér vel úr og lenti á maganum en í snúningnum snerist hann illa á ökkla. Hann hélt þó áfram keppni en mínútu síðar eða þegar 1:40 voru eftir var ljóst að hann gat ekkert beitt sér vegna verkja og gaf glímuna og varð að hætta keppni.
Á Föstudag tökum við þátt í sveitakeppni karla. Keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi og eru sjö lið skráð til leiks. Við mætum San Marínó í fyrstu umferð. Keppnin hefst kl. 10:30 og fjögur efstu liðin munu keppa til úrslita eftir hádegi.