Gull í -100 kg flokknum.
jósep copy.jpgJósep Þórhallsson vann gullverðlaun í -100 kg flokknum í dag. Jósep var léttasti keppandinn í flokknum og var keppt í tveimur þriggja manna riðlum. Jósep vann fyrstu glímu gegn Andorra á ippon með fallegu osotogari þegar 2:40 voru eftir. Næstu glímu tapar hann á yuko gegn Monaco. Jósep var betri aðilinn megnið af glímunni og var MON gjörsamlega útkeyrður í lokin en Jósep náði ekki að nýta sér það. MON og ISL komust upp úr riðlinum og í undanúrslit og keppti Jósep þar við LIE sem var þyngsti keppandinn í flokknum 99 kg. Glíman var nokkuð jöfn og báðir höfðu fengið sido og þegar ein mínúta var eftir komst Jósep inn í flott hægra Uchimata og skoraði ippon og mætti þá aftur MON í úrslitum þar sem að hann hafði unnið CYP í hinum undanúrslitunum. Glíman genn MON var gríðalega spennandi en nokkuð ljóst að Jósep ætlaði ekki að tapa aftur gegn honum og var afar einbeittur og ákveðinn og gaf ekkert færi á sér og gjörsamlega sprengdi hann og fékk MON  þrisvar sinnum sido fyrir sóknarleysi  og leikarraskap. Jósep stóð svo sannarlega undir væntingum og gott betur.

Í dag kepptu einnig þeir Birgir Ómarsson -81kg og Ingi Þór Kristjánsson -66kg. Birgir átti ekki góðan dag og var ekki líkur sjálfum sér. Hann var í fimm manna riðli og tapaði fyrstu þremur glímunum en vann þá fjórðu og síðustu og varð í fjórða sæti. Í -66kg voru tveir þriggja manna riðlar og komst Ingi ekki upp úr riðli. Hann tapaði fyrri glímunni (MON) þegar tvær mínútur voru eftir og þeirri seinni (AND) eftir rúmlega mínútu. Þó hann sé bara sextán ára og að keppa gegn mun eldri keppendum sýndi hann engin merki um það og barðist mjög vel.

Á morgun verður seinna hollið í eldlínunni. Anna Soffía -70kg, Axel -60kg, og Bjarni -90kg keppa og klára fyrir hádegi og Kristján -73kg byrjar svo um  kl. 16:00.