Úrslit Bikarkeppninnar næstu helgi.

Loka umferð bikarkeppninnar fer fram laugardaginn 5. desember í JR og verður þá keppt til úrslita bæði í seniora flokkum og U15 og þau lið sem keppa munu til úrslita eru eftirfarandi.

U15: Grindavík, JR-A, JR-B og KA-A

Seniorar: Ármann-A, Ármann-B, JR-A og JR-B

Fyrst verður keppt í aldursflokknum U15 og hefst keppnin kl.11 og lýkur kl.12 og þá hefst keppni Seniora sem áætlað er að ljúki kl. 14:00