Haustmót seniora fór fram á Selfossi í dag við flottar aðstæður en því miður var frekar lítil þáttaka vegna veikinda og meiðsla sem og að nokkrir keppendur voru staddir erlendis. Mótið gekk vel fyrir sig og sáust flott köst og mögnuð tilþrif og  unnust allar glímurnar á ippon nema tvær. Hér eru öll úrslitin.