Á stjórnarfundi JSÍ var ákveðið að sveitakeppni seniora 2010 yrði kláruð á þessu ári og verður hún haldin 11. desember. Einnig var ákveðið að framvegis yrði keppt í fimm manna sveitum. Í karlaflokki verður þá keppt í -66, -73, -81, -90 og +90 og í kvennaflokki verður keppt í -52, -57, -63, – 70 og +70. Sama dag verður árshátíð JSÍ haldin og þar verður meðal annars útnefndur júdómaður og kona ársins og hver eru þau efnilegustu. Tilkynning: Sveitakeppni Seniora 2010