
Þorvaldur fékk uppreisn æru er hann sigraði í opnum flokki eins og hann hefur reyndar margoft gert áður. Þormóður Jónsson úr JR vann þungavigtina örugglega, Ingþór Valdimarsson (KA) vann -100kg flokkinn, Sveinbjörn Iura (Ármanni) var öruggur sigurvegari í -81kg og það sama má segja um Kristján Jónsson (JR) í – 73kg flokki en hann keppti til úrslita við félaga sinn Eirík Kristinsson(JR) og var sú glíma líklega einna best glímd og ekki síður spennandi. Kristján leiddi glímuna með yuko (5 stig) þar til fimmtíu sek. voru eftir en þá náði hann glæsilegu seionage (axlarkasti) og sigraði á ippon. Að lokum þá sigraði Eysteinn Finnson (Ármann) nokkuð örugglega -66 kg flokkinn. Í kvennaflokkum var hörkukeppni og margar glímur ákaflega spennandi og vel glímdar. Sigrún Elísa Magnúsdóttir (JR) sigraði bæði opinn flokk og +78 kg flokkinn, Kristín Ásta Guðmundsdóttir (KA) sigraði í -70kg og Ásta Lovísa Arnórsdóttir -57kg.








