Miami farar 2011 Eftir að hafa misst af heimsbikarmótinu í Eistlandi fyrir hálfum mánuði sökum seinkunnar á flugi er kominn mikill hugur og tilhlökkun í þá félaga Þormóð Jónsson og Hermann Unnarsson til að keppa en þeir ásamt Axel Inga Jónssyni þjálfara fara til Bandaríkjanna í dag til að taka þátt í heimsbikarmóti sem haldið er á Miami næstu helgi og keppa þeir báðir á laugardaginn. http://www.judoworldcupmiami.com/news.htm Að því loknu keppa þeir á US Open sem einnig er haldið á Miami og síðan tekur við fjögurra daga æfingabúðir. Þormóður sem keppir í +100kg flokki og Hermann sem keppir í -81kg flokki stefna á að keppa á Ólympíuleikana á næsta ári og er þátttakan á framangreindum mótum liður í því að komast hærra á heimslistanum en það verður að lokum hann sem segir til um það hverjir komast á leikana. Þegar Ameríkuferðinni  er lokið er næsta verkefni heimsmeistaramótið sem að þessu sinni verður í París 23. til 27. ágúst en lokaundirbúningur fyrir það verður þátttaka í æfingabúðum í byrjun ágúst í Englandi á svokölluðum „EJU OTC- going for gold“ æfingabúðum sem að Evrópu Júdó sambandið stendur reglulega fyrir í ýmsum löndum en á þær mæta ætíð margir af bestu júdómönnum heims.