IMG_2384Dagana 3-8 ágúst fara fram í Edinborg 45 alþjóðaleikar ungmenna eða Borgarleikarnir eins og þeir hafa verið nefndir hér á landi. Árið 2007 voru þeir haldnir  í Reykjavík og þá tókum við þátt í júdó hluta leikanna í fyrsta skipti og er þetta í annað skiptið sem við erum þátttakendur. Að þessu sinni eru bara tveir  keppendur frá okkur þeir Logi Haraldsson sem keppir í -73 kg flokki og Roman Rumba sem keppir í -81 kg flokki. Þeir munu báðir keppa næsta föstudag eða 5. ágúst og verður hægt að sjá úrslitin hér. Þjálfari og fararstjóri með strákunum er reynsluboltinn Bjarni Skúlason astoðarlandsliðsþjálfari en hann hefur verið einn okkar allrabesti júdómaður síðustu ár og munu strákarnir örugglega njóta góðs af því. Óskum við þeim góðs gengis. Hér er tengill á leikanna sem haldnir voru í Reykjavík og úrslitin.