Jonsson_Thormodur_ArniÞormóður Jónsson keppir á morgun á Judo Grand Prix í Amsterdam. Það eru 405 keppendur á mótinu 159 konur og 249 karlar frá 64 þjóðum. Meðal keppenda eru meðal annara 22 verðlaunahafar frá Ólympíuleikum þar af 6 gullverðlaunahafar, 59 verðlaunahafar frá heimsmeistaramóti þar af 21 heimsmeistari svo mótið er gríðasterkt. Í þungavigtinni eru 34 keppendur mætir Þormóður Paskevicius frá Litháen sem er í 18 sæti heimslistans. Með glæsilegum árangri Þormóðs síðustu helgi á heimsbikarmótinu á Samoa færðist hann upp í 53 sæti heimslistans og verður spennandi að sjá hvernig gengur nú en hér er hægt að fylgjast með mótinu og beinni útsendingu á Judo TV