Sveinbjörn Iura varð í sjöunda sæti á Opna Finnska í dag í 81kg flokknum. Hann byrjaði á að leggja að velli Jesse Eloranta  (FIN) á ippon. Næst glímdi hann við Nikita Khomentovskiy (RUS) og tapar fyrir honum en síðar um daginn vann Nikita gullverðlaunin. Í uppreisnarglímu vinnur Sveinbjörn German Danilovsw (LAT) á yuko og mætti næst Lalli Nuorteva (FIN) . Sigurvegari úr þeirri viðureign myndi keppa um bronsið. Sveinbjörn skorar wazaari og leiðir glímuna þar til ein og hálf mínúta er eftir en þá komst Lalli í mótbragð og vinnur á ippon. Sveinbjörn hafnaði því í sjöunda sæti. Hér eru úrslitin