
Júdókona árasins 2011 er Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild Ármanns
Helstu afrek: Íslandsmeistari í -78kg og Opnum flokki, Norðurlandameistari -70kg og silfur í opnum flokki, Silfur á Smáþjóðaleikunum.
Júdómaður ársins 2011 er Þormóður Árni Jónsson úr JR
Helstu afrek: Íslandsmeistari í +100kg og Opnum flokki, gull á smáþjóðaleikunum, í 5 sæti á Heimsbikarmóti í Póllandi, 7sæti á Heimsbikarmóti í Búkarest og 2 sæti á Heimsbikarmóti í Apia á Samoa eyjum og er í dag í 53 sæti heimslistans.
Júdókona árasins 2011 yngri en 20 ára er Helga Hansdóttir úr Júdódeild KA
Helstu afrek:Helga varð bæði Íslandsmeistari í U20 og fullorðinsflokki kvenna í -63 kg, brons á Norðurlandamótinu -57 kg í U20
Júdómaður ársins 2011 yngri en 20 ára er Ingi Þór Kristjánsson úr JR
Helstu afrek: Ingi Þór var bæði Íslandsmeistari í U20 og karlaflokki í -73kg flokki,Gull á Opna sænska U20, bronsverðlaun á Norðurlandamótinu U20 og silfur á alþjóðlegu móti í Danmörku í U20.





