JR varð bikarmeistarai í aldursflokknum U15 ára í dag og er það i þriðja sinn sem JR vinnur þann titil en fyrsta keppnin fór fram árið 2009. Staðan í Bikarkeppni karla að lokinni fyrri umferðinni er þannig að sveit JR er í fyrsta sæti með tvo vinninga, níu einstaklings vinninga og 85 tæknistig. Í öðru sæti er sveit Ármanns með jafn marga vinninga en færri einstaklinsvinninga og tæknistig og sameiginleg sveit KA/Selfoss er í því þriðja. Seinni hluti Bikarkeppninnar verður haldin í haust samkvæmt venju. Að lokninni keppni var tækifærið notað og haldin sameiginleg klúbbaæfing áður en menn heldu til síns heima á ný.
Úrslit U15 Viðureignir U15
Staðan Seniorar Viðureignir Seniorar