Haraldur Baldursson varaformaður JSÍ hefur sagt sig úr stjórn en hann tilkynnti það 18. júlí sl. að sökum vinnuálags hafi tími hans til frístunda og áhugamála minnkað verulega og hafi hann því tekið þá ákvörðun að segja sig frá stjórninni. Á stjórnarfundi 19. júlí var Jóhann Másson kosinn nýr varaformaður  í stað Haraldar. Stjórnin vil þakka Haraldi fyrir mikla og góða vinnu fyrir JSÍ og Júdó íþróttina. Framlag hans hefur verið íþróttinni mikils virði og samstarfið verið til fyrirmyndar og verður söknuður af félagsskap hans. En á ný takk fyrir allt sem þú hefur lagt til íþróttarinnar og við treystum því að þú komir aftur sterkur til starfa þegar álagið í vinnunni minnkar.

Magnús Ólafsson
formaður JSÍ