Sveitakeppnin sem halda átti 17. nóv. þ.e. næsta laugardag í Laugardalshöllinni hefur verið færð til og verður haldin í JR að Ármúla 17. Tímasetningar eru óbreyttar, vigtun frá 9:30 til 10:00 og keppnin hefst svo kl. 13:00 og áætluð mótslok kl. 14:30. Það eru þrjár sveitir karla sem keppa og koma þær frá Ármanni, ÍR og JR en keppni í sveitakeppni kvenna verður haldin kl. 20:00 í JR föstudagskvöldið 16. nóvember.