Hillerod 2012 danmork 182Hillerod 2012 danmork 132Frábær árangur hjá strákunum í Danmörku á Hilleröd intl. Patrik Snæland Rúnarsson (8 ára) með silfur og Ásgeir Bragi Þórðarson (7 ára) með brons. Þeir félagar kepptu í aldursflokki U13, Patrik í -30 kg og Ásgeir í -35 kg og í hvorum flokki voru fimm keppendur.Patrik sigraði öruglega fyrstu tvær viðureignirnar en þeirri þriðju tapaði hann eftir um það bil tvær mínútur og meiddi sig í baki í þokkabót. Fjórðu og síðustu viðureign vann Patrik einnig örugglega og endaði í öðru sæti eins og áður sagði.  Sá sem sigraði Patrik vann að lokum flokkinn en hann hafði unnið alla aðra á 30-40 sekúndum nema Patrik. Ásgeir stóð sig einnig vel. Hann byrjaði reyndar illa með því að tapa fyrstu tveimur viðureignunum en kom tvíelfdur í næstu tvær og sigraði örugglega og varð í þriðja sæti. Þetta var frábært hjá strákunum sem voru að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegri keppni og örugglega ekki þau síðustu og ætti að vera jafnöldrum þeirra hvatning til dáða. Þeir félagar frá Selfossi Úlfur Böðvarsson og Grímur Ívarsson kepptu einnig á þessu móti. Þeir kepptu báðir í -73kg þyngdarflokki í aldursflokknum U17 sem er aldur frá 13-16 ára sem er afar ósanngjarnt. Úlfur sem er 13 ára og Grímur sem er 14 ára voru því að keppa við allt að 16 ára drengi og sá aldursmunur er allt of mikill. Því miður hef ég ekki ítarlegar upplýsingar um flokkinn þeirra en veit samt að þeir stóðu sig mjög vel. Grímur gerði sérlítið fyrir og nældi sér í bronsverðlaunin og Úlfur varð fimmta sæti en hann vann tvær viðureignir og tapaði einni. Til hamingju allir saman með flottan árangur.