Afmælismót JSÍ í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs var haldið í dag í JR. Keppendur voru tæplega níutíu frá níu félögum. Keppt var í fyrsta skipti eftir nýju IJF dómarareglunum sem tóku gildi í dag og komu engin vandamál upp. Ekki var að sjá að reglurnar hefðu nein neikvæð áhrif nema að síður sé því menn sóttu jafnvel meira en venjulega, afar fá refsistig voru gefin, menn glímdu með flottum stíl og mörg stórglæsileg Ippon köst litu dagsins ljós eins og t.d. Gísli/Logi og Ásí/Bjarni og Breki/Kjartan svo eitthvað sé nefnt. Þetta var stórskemmtilegt mót og frábærir keppendur. Hér neðar eru úrslitin og myndir eru væntanlegar.
Úrslit U13 og U15 Úrslit U18 og U21