Það voru ríflega tuttugu keppendur ásamt þjálfurum og fararstjórum sem héldu til Svíþjóðar í dag til að taka þátt í Budo Nord sem er alþjóðlegt mót og æfingabúðir ungmenna sem haldið hefur verið í Lundi í 35 ár. Það munu allir keppa á morgun nema yngsti aldurshópurinn U13 sem keppir á sunnudag. Að loknu móti verða æfingabúðir þar sem æft verður tvisvar á dag fram á sunnudag en þá koma þeir heim aftur.