Sveinbjörn og Kristján Jóns á ÍM 2013Sveinbjörn Iura keppti í dag á Opna Breska og mætti Rússanum Alexey Fetisov eins og frekar var búist við. Viðureign þeirra var mjög jöfn og skiptust þeir á að leiða glímuna. Hvorugur náði að skora en fengu refsistig til skiptins og að lokum var það Alexey sem vann þegar Sveinbjörn fékk sitt fjórða shido. Sveinbjörn fékk ekki uppreisnarglímu en Alexey endaði í þriðja sæti og vann allar sínar viðureignir á ippon nema gegn Sveinbirni. Hér eru úrslitin.