wow_blog_is1Í fimm vikur mun glæsilegur hópur sex ungmenna úr JR og UMFS ásamt fararstjórum og þjálfurum, halda til Bandaríkjanna þar sem þau munu dvelja í Georgíu og keyra um landið þvert og endilangt á milli hinna fjóru Stóru Bandaríkjameistaramótum ungmenna nú í júní og júlí. Þau munu sækja æfingabúðir og smærri mót, sækja tíma hjá félögum í Atlanta, sækja fjölda spennandi staða heim um Bandaríkin þver og endilöng. Skipuleggjandi þjálfari og fararstjóri er Rúnar Þór Þórarinsson ásamt María Huld Pétursdóttir og keppendurnir úr JR eru Sævar Róbertsson, Daníela Daníelsdóttir, Ásþór Rúnarsson og Þórarinn Rúnarsson og frá UMFS þeir Grímur Ívasson og Úlfur Böðvarsson.
Bloggað verður um ferðina og það uppfært reglulega og hægt að fylgjast með ferðum þeirra hér. http://wowjudo.blog.is/blog/wowjudo/?offset=10
sidasta_mfl_aefing_fyrirWOW Air styður við bakið á Júdófólkinu og er þeim færðar hinar mestu og bestu þakkir fyrir. Á efri myndinni er hluti keppendanna ásamt Guðrúnu Valdimarsdóttur, aðstoðarmanni forstjóra WOW Air og neðri myndin er tekin á síðustu æfingu þeirra ásamt félögum í JR áður en haldið var af stað.