JudokennslaArnar Má Jónsson úr Þrótti/UMFG var beðinn um að kynna hópi fatlaðra krakka judo eða halda smá judo seminar fyrir þau og bar hann erindið upp við JSÍ sem að sjálfsögðu hafði ekkert á móti því að judo íþróttin sé kynnt sem víðast. Arnar hefur töluverða reynslu af íþróttastarfi fatlaðra og hefur meðal annars farið á nokkra Ólympíuleika með þeim og ætti því vita hvernig best sé að bera sig að við kennsluna. Myndin hér ofar er frá seminarinu sem að Arnar stóð fyrir síðastliðinn miðvikudag og tókst í alla staði vel og á hann þakkir skildar fyrir framtakið.