Í dag lögðu af stað keppendur úr landsliði U18 og U21 árs ásamt Jón Óðinn Waage þjálfara sem fór fyrir hópnum. Þeir munu keppa á Hillerröd Intl. á morgun laugardaginn 23. nóv. Auk keppni í framangreindum aldursflokkum er einnig keppt í yngri aldursflokkum þ.e U15 og U12 og þar eru fjölmargir keppendur frá Íslandi á vegum sinna klúbba. Hér neðar er nafnalisti allra Íslensku keppendanna en einnig áttu að taka þátt í U18 og U21 árs þeir Logi Haraldsson, Adrian Ingimundarson og Karl Stefánsson en af þeirra þátttöku varð ekki vegna meiðsla og lítillar þátttöku annara þjóða í +90 og +100 kg. Hér neðar eru allur hópurinn.
| Nafn | Aldursflokkur | Þyngdarflokkur | Félag |
| Kristján Örn Hansson | U21 | -81 kg | Armann |
| Breki Bernhardsson | U21 | -73 kg | Draupnir |
| Jón Óðinn Waage | Þjálfari | Draupnir | |
| Gísli Vilborgarson | U21 | -81 kg | JG |
| Ásgeir Bragi Þórðarson | U12 | -41 kg | JR |
| Ásþór Loki Rúnarsson | U15 | -73 kg | JR |
| Ingunn Sigurðardóttir | U21 | -57 kg | JR |
| Patrik Snæland Rúnarsson | U12 | -30 kg | JR |
| Sævar Axel Bjarnason | U15 | -66 kg | JR |
| Tómas Andrés Kolbeinsson | U15 | -55 kg | JR |
| Þórarinn Rúnarsson | U12 | -34 kg | JR |
| Rúnar Þórarinsson | Þjálfari | JR | |
| Anna María | Aðstoðarþjálfari | JR | |
| Bjarni Sævar Geirsson | Aðstoðarþjálfari | JR | |
| Kolbeinn Andrésson | Aðstoðarþjálfari | JR | |
| María Huld Pétursdóttir | Aðstoðarþjálfari | JR | |
| Rúnar Snæland | Aðstoðarþjálfari | JR | |
| Egill Blöndal | U18 | -90 kg | Selfoss |
| Egill Blöndal | U21 | -90 kg | Selfoss |
| Bjarni Darri Sigfússon | U15 | -66 kg | UMFN |
| Gunnar Guðmundsson | U12 | -36 kg | UMFN |
| Halldór Logi Sigurðsson | U15 | -60 kg | UMFN |
| Ingólfur Rögnvaldsson | U12 | -39 kg | UMFN |
| Guðmundur Gunnarsson | Þjálfari | UMFN |




