SveinbjornSveinbjörn Iura er nú staddur í Japan við æfingar og verður þar fram á vor. Hann æfir hjá Tokai háskóla  sem er einn besti júdó háskóli sem völ er á. Á æfingum eru yfir 100 júdómenn og er Kosei Inoue  ( http://en.wikipedia.org/wiki/K%C5%8Dsei_Inoue) fyrrum Ólympíumeistari og margfaldur heimsmeistari aðstoðarþjálfari þar.  Sveinbjörn keppti í Kodokan Kohaku-shiai í október og vann fimm glímur í röð en tapaði þeirri sjöttu. Þetta er keppni með þannig kerfi sá sem vinnur heldur áfram og keppir við næsta mann án pásu. Ef einhver nær að vinna sex glímur og þar af fimm þeirra á Ippon gegn andstæðingum með sömu dan gráðu verður sá hinn sami hækkaður í næstu gráðu sama dag svo Sveinbjörn var ansi nálægt því. Hann mun keppa aftur í Kodokan Tsukinami-shiai sem er mánaðaleg keppni þann 7.nóv. næstkomandi. Næstu stóru verkefni hans er þátttaka á Grand Slam í Tokyo 30. nóvember og Grand Prix í Jeju í Kóreu 5. desember.