Því miður gekk ekki nógu vel hjá Sveinbirni á Grand Slam í Tokyo síðastliðna helgi enda mátti kanski ekki búast við of miklu þar sem þetta er eitt allra sterkasta mót sem haldið er í heiminum og andstæðingurinn Avtandili Tchrikishivili silfurhafi frá HM. Hvað um það Sveinbjörn glímdi vel og fannst mér hann koma harðákveðinn og fullur sjálftrausts til leiks og enginn vafi að hann er gera góða hluti í Tokai háskólanum. Sveinbjörn keppir aftur 6. des. þ.e. næsta föstudag og nú á Grand Prix Jeju í Kóreu. Búið er að draga og mætir hann nýkrýndum heimsmeistara í U21 Alexios Ntanatsidis frá Grikklandi og verður það þriðja viðureignin í -81 kg flokknum. Grikkinn þessi keppti einnig á Grand Slam í Tokyo og féll úr keppni í þriðju umferð og einmitt gegn Avtandili Tchrikishivili þeim sama og Sveinbjörn hafði glímt við. Sveinbjörn keppir um kl. 10:00 að Kórenskum tíma en þar sem klukkan þar er níu tímum á undan okkar þá er hann að keppa um kl. 1. eftir miðnætti á morgun fimmtudag og hægt að horfa á beina útsendingu hér. Áfram Sveinbjörn.