Vormót JSÍ fór fram í dag í húsakynnum JR og voru keppendur tæplega þrjátíu frá átta klúbbum. Þarna voru samankomnir flestir okkar bestu keppendur með undantekningum þó þar sem veikindi og meiðsli settu strik í reikninginn hjá sumum. Margar frábærarar viðureignir litu dagsins ljós og flott köst. Vignir Stefánsson sem hefur ekki keppt í langan tíma var á meðal keppenda og sýndi gæða júdó eins og hans var von og vísa. Þrátt fyrir margar spennandi og stundum jafnar viðureignir unnu gullverðlaunahafarnir sína flokka nokkuð örugglega. Hér eru úrslitin.