Hluti NM keppenda 2014Það verður fjölmennt lið frá Íslandi sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi um næstu helgi. Keppendurnir sem koma frá sjö klúbbum eru 21 auk þjálfara, dómara og fararstjóra samtals 27 manns. Keppnin hefst á laugardaginn í yngsta aldursflokknum U18 en þá verða sjö Íslendingar meðal þátttakenda og daginn eftir verður fyrst keppt í U21 og þar verðum við með átta keppendur og seinna um daginn einnig átta keppendur í senioraflokki. Þormóður Jónsson tekur ekki þátt í NM núna þar sem hann mun einbeita sér að þátttöku í þeim mótum sem gefa stig fyrir Ólympíuleika. Því miður urðu þeir Hermann Unnarsson og Gísli Vilborgason fyrir meiðslum nýlega og missa því af mótinu að þessu sinni sem og Sveinbjörn Iura og Kristján Jónsson en þeir eru að jafna sig gömlum meiðslum. Hér er neðar er nafnalisti allra okkar keppenda og hér er hægt að fylgjast með keppninni.

Nafn Flokkur
1 Elfar Davíðsson Cadett -66
2 Arnar Þór Björnsson Cadett -66
3 Ásþór Rúnarsson Cadett -73
4 Bjarni Sigfússon Cadett -73
5 Grímur Ívarsson Cadett -81
6 Úlfur Böðvarsson Cadett -90
7 Adrían Ingimundarson Cadett +90
1 Dofri Bragason Juniors -60
2 Sóley Þrastardóttir Juniors -70
3 Breki Bernharðsson Juniors -73
4 Guðjón Sveinsson Juniors -73
5 Björn Lúkas Haraldsson Juniors -81
6 Logi Haraldsson Juniors -81
7 Egill Blöndal Juniors -90
8 Birkir Guðbjartsson Juniors -100
1 Reynir Jónsson Sen -60
2 Hlín Hilmarsdóttir Sen -63
3 Björn Lúkas Haraldsson Sen -81
4 Jón Þór Þórarinsson Sen -81
5 Tómas Helgi Tómasson Sen -81
6 Egill Blöndal Sen -90
7 Ægir Valsson Sen -90
8 Þór Davíðsson Sen -100