RIG_2014 _203Búið að draga í Japan á Grand Slam í Tokyo og mætir Þormóður félaga sínum Michal Horak frá Tékklandi en þeir kepptu til úrslita á Reykjavík Judo Open í jan sl. og þar vann Horak á síðustu sekúndunum eftir hörkuátök en myndin hér til hliðar er einmitt af þeirri viðureign. Klukkan í Japan er 9 tímum á undan okkur hefst því keppnin kl. 1:00 eftir miðnætti næsta laugardag eða aðfaranótt sunnudagsins. Þormóður á níundu viðureign og má búast við að hann keppi um kl. 1:30 en keppt er á fjórum völlum. Hér er hægt að horfa beint á keppnina sem byrjaði í dag í léttari þyngdarflokkum og hér er hægt að fylgjast með framvindu hvers flokks.