Á morgun fara til Tékklands þeir Breki Bernharðsson og Karl Stefánsson frá Draupni, Egill Blöndal og Þór Davíðsson frá Júdódeild Selfoss og Logi Haraldsson frá JR en til stóð að félagi hans Adrían Ingimundarson færi einnig en því miður komst hann ekki með að þessu sinni. Þeir munu feta í fótspor Þormóðs Jónssonar sem margoft hefur verið í Prag við æfingar en næstu tvo til fjóra mánuði munu þeir æfa í Folimanka höllinni sem er æfingastaður sterkasta júdóklúbbs Tékklands og sækja mót frá Prag. Vinur okkar Michal Vachum varaforseti EJU og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands ásamt Petr Lacina landsliðsþjálfara Tékka hafa hjálpað til við að koma þessu í kring og munu þeir verða þeim innan handar á meðan á dvöl þeirra stendur.