Tékklandsfararnir í júsósalnum í FolimankaTékklandsfaranir þeir Karl Stefánsson, Þór Davíðsson, Egill Blöndal, Logi Haraldsson og Breki Bernharðsson kepptu í dag í Prag og stóðu sig glæsilega. Kalli (+100) komst lengst og nældi sér í silfur verðlaunin en hann vann þrjár viðureignir og tapaði aðeins úrslitaviðureigninni. Breki (-81) vann fyrstu viðureign tapaði næstu en fékk ekki uppreisn. Egill (-90) vann fyrstu viðureign sína tapaði næstu og í uppreisnarviðureign þá fékk hann hansoku make. Hann var ekki langt frá bronzinu en hann endaði í 4-5. sæti. Þór (-100) vann tvær viðureignir og  ekki munaði ekki miklu á að hann hefði unnið næstu en tapaði á síðustu mínútu og hafnaði í 4. sæti. Logi (-81) lenti á móti Slóvaka í fyrstu viðureign og glímdi alla glímuna en Slóvakinn vann og stóð að lokum uppi sem sigurvegari flokksins. Logi fékk uppreisn og vann tvo Tékka í röð en tapaði næst á móti öðrum Slóvaka og hafnaði í 7. sæti. Þeir eru afarsáttir með dvölina í Prag en þeir æfa núna tvisvar á dag, lyftingar og þrek á morgnana og júdó á kvöldin.  Á morgun verða þeir á sameiginlegri æfingu með Slóvökum, Tékkum og Austurríkismönnum.