16555414598_8e1a33e30c_zVormót JSÍ í karla og kvenna flokkum fór fram í dag í JR.  Þetta var frábær skemmtun og úrslitin nokkuð eins og búast mátti við. Það var gaman að sjá Birgi Ómarsson aftur á dýnunum en hann hefur ekki keppt um nokkurt skeið en hann sigraði örugglega -90 kg flokkinn og það sama gerðu þeir Adrian Ingimundarson í +100 kg, Hermann Unnarsson -73 kg, Jón Þór Þórarinsson -81 kg flokki og unglingurinn Elfar Davíðsson sigraði síðan -66 kg flokkinn eftir hörkuviðureign gegn Janusz Komendera og að lokumsigraði Angela Torres í -70 kg flokk kvenna en hér eru öll úrslitin og hér er tengill á myndir frá mótinu sem Davíð Áskelsson tók.