ISL_FARÞað verður sameiginleg æfing næsta Laugardag og Sunnudag fyrir alla 15 ára og eldri í JR frá kl. 11:00-13:00 báða dagana. Landslið Færeyinga sem keppa mun á NM í maí verður á landinu þessa helgi og mun taka þátt í æfingunum og vitað er að Draupnismenn munu koma suður. Að lokinni æfingu á sunnudag kl. 13:00 mun Dómaranefnd JSÍ halda námskeið í keppnisreglunum á sama stað.