Íslandsmót yngri flokka þ.e. U13, U15, U18 og U21 árs verður haldið á morgun í húsakynnum Júdódeildar Ármanns í Laugardal. Dagskráin er eftirfarandi. Frá kl. 8:30-9:00 vigtun fyrir alla aldursflokka. Kl. 10:00 til 12:00 keppni í aldursflokkum U13 og U15 auk sveitakeppni. Kl. 12:00 til 13:00 keppni í aldursflokki U18 og einnig sveitakeppni. Að lokum frá kl.13:00 til 14:30 er keppni U21 árs auk sveitakeppni og mótslok kl. 15:00.