 Hef ekki heyrt í strákunum sem kepptu í Berlín á Tuzla cup Intl. í dag en fann á netinu að þeir voru heldur betur að standa sig því að Grímur Ívarsson gerði sér lítið fyrir vann -90 kg flokkinn og Úlfur Böðvarsson tók bronsið í sama flokki. Ásþór Loki Rúnarsson var ekki langt frá verðlaunum því hann keppti um bronsverðlaunin í -73 kg flokknum en laut í lægra haldi. Allir kepptu þeir í aldursflokknum U18. Ég veit ekki hvernig Þórarni Rúnarssyni (-40 kg) gekk en hann komst allavega ekki á pall að þessu sinni enda mátti kanski ekki búast við því þar sem hann var að keppa í U15 aðeins 12 ára gamall og er því að keppa við drengi sem geta verið allt að tveimur árum eldri en hann. Til hamingju með flottan árangur strákar.
Hef ekki heyrt í strákunum sem kepptu í Berlín á Tuzla cup Intl. í dag en fann á netinu að þeir voru heldur betur að standa sig því að Grímur Ívarsson gerði sér lítið fyrir vann -90 kg flokkinn og Úlfur Böðvarsson tók bronsið í sama flokki. Ásþór Loki Rúnarsson var ekki langt frá verðlaunum því hann keppti um bronsverðlaunin í -73 kg flokknum en laut í lægra haldi. Allir kepptu þeir í aldursflokknum U18. Ég veit ekki hvernig Þórarni Rúnarssyni (-40 kg) gekk en hann komst allavega ekki á pall að þessu sinni enda mátti kanski ekki búast við því þar sem hann var að keppa í U15 aðeins 12 ára gamall og er því að keppa við drengi sem geta verið allt að tveimur árum eldri en hann. Til hamingju með flottan árangur strákar.
 
                        



