Tuzla 2015Það eru yfir 400 þátttakendur frá fimmtán þjóðum skráðir á tuttugusta TUZLA Cup Intl. sem haldið verður um helgina í Berlín. Þeir bræður Ásþór Loki og Þórarinn Rúnarssynir fara í fyrramálið ásamt föður sínum Rúnarai Þórarinssyni til Þýskalands. Þar munu þeir hitta Grím Ívarsson og Úlf Böðvarsson sem búsettir eru eins og er í Danmörku og munu þeir allir keppa á laugardaginn og hefst keppnin kl. 9:30. Í aldursflokknum U18 keppa þeir Grímur og Úlfur í -90 kg en Ásþór mun keppa í -73 kg flokki og Þórarinn mun keppa í -40 kg í aldursflokknum U15 og er hann þar á yngsta ári.

gp_budapest
Til Ungverjalands fóru í morgun þeir Sveinbjörn Iura og Þormóður Jónsson og munu þeir keppa á Grand Prix í Budapest næsta sunnudag. Þetta mót er loka undirbúningur þeirra fyrir Evrópumeistaramótið 28. júní sem haldið verður samhliða Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan. Hér er hægt að sjá úrslit og keppendalista á Grand Prix í Budapest og hér verður bein útsending sem hefst kl 7. að morgni að íslenskum tíma á laugardag og sunnudag.