Oceania Open 2015Hermann Unnarsson og Þormóður Jónsson munu keppa um helgina á Oceania Open í Wollongong í Ástralíu sem er eitt af IJF world ranking mótunum. Dregið var í dag og á Hermann fyrstu viðureign í 73 kg flokknum og mætir hann Piriyev Ismayil (AZE). Þar sem að tímamismunurinn er 11 tímar þá er kominn föstudagur í Ástralíu og hefst keppnin því í kvöld (fimmtudagur 12. nóv) kl.22:00.  Þormóður keppir hins vegar á morgun í +100 kg flokknum og á fimmtu viðureign gegn Parente Aristidis frá Ástralíu og hefst keppnin annað kvöld kl. 22:00. Veit ekki enn hvort það verði bein útsending frá mótinu en ef svo fer verður hún væntanlega hér og fylgjast má með framvindu mótsins hér. Að móti loknu kemur Hermann heim en Þormóður heldur til Japans og verður í Tokyo við æfingar og hittir þar fyrir Sveinbjörn Iura. Þormóður mun svo keppa á tveimur IJF world ranking mótum áður en hann kemur heim og er annað Grand Prix í Jeju í Kóreu 28. nóv. og hitt er Grand Slam Tokyo 6. des.