Port LouisSveinbjörn tapaði viðureign sinni á African Open í Port-Louis gegn Srdjan Mrvaljevic eftir fullan glímutíma á wazaari en Srdjan stóð hins vegar uppi sem sigurvegari í 81kg flokknum í lok dagsins. Því miður var ekki sýnt beint frá keppninni eins og verið hefur en vonandi fáum við að sjá viðureignina síðar. Nú fer Sveinbjörn aftur til Japans og verður þar við æfingar í Tokyo fram til 16. desember og mun keppa í millitíðinni á einu til tveimur mótum.