GP DusseldorfÍ dag 20. feb. mun Sveinbjörn Jun Iura -81 kg á keppa á Grand Prix Dusseldorf. Keppendur eru frá 86 þjóð, 339 karlar og 206 konur eða alls 545 keppendur. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn fyrst Ovchinnikovs Konstantins frá Lettlandi sem er í 61. sæti heimslistans. Keppnin er í beinni útsendingu og hefst kl. 9:00 að morgni. Sveinbjörn var rétt í þessu að vinna Lettann og mætir næst Moustopolos frá Grikklandi þeim sama og hann keppti við á Grand Slam París fyrir tveimur vikum og á því harma að hefna. Sveinbjörn keppir aftur um kl. 11:30 á velli 1 en hann á 37 viðureign. Hér má sjá röð viðureignanna.