Cph OpenMjög spennandi opið mót verður haldið í Kaupmannahöfn dagana 25-26 mars nk. fyrir aldurshópana U12, U15, U18 og U21 árs og í framhaldi af því  tveggja daga æfingabúðir 27 og 28 mars. Skráningarfrestur er því miður  liðinn en þeir sem hafa áhuga ættu samt að kanna hvort hægt sé að bætast í  hópinn. Nú þegar eru 400 þátttakendur skráðir og eru þeir frá Rússlandi, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Póllandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, og Danmörku. Ásdís H. Smáradóttir sem æfir í Amager Júdóskóla gæti aðstoðað og gefið frekari upplýsingar og hefur JSÍ netfangið hennar og síma ef óskað er eftir því.