Páskamót JR (8-14 ára) og Vormót seniora (15+) verða bæði haldin laugardaginn 2. apríl í JR en hugsanlega verður Vormótið haldið hjá Júdódeild Ármanns en það verður ákveðið að loknum skráningarfresti og auglýst fimmtudagskvöldið 31. mars. Páskamótið hefst kl. 9:00 og lýkur um kl. 13:00 en þá hefst Vormótið sem ætti að ljúka um kl. 16:00.

Paskaungi[1]Páskamótið sem átti að byrja kl. 11 hjá U11 (8-10 ára) verður fært fram og hefst kl. 9:00 og ætti að ljúka um kl. 10:30 og þá hefst keppni U13 og U15 sem ætti að ljúka um kl. 13:00. Vigtun fyrir alla aldurshópa er frá 8-8:30 en U13 og U15 geta einnig vigtað sig frá kl. 9-9:30.

Vormót seniora hefst um kl. 13, vigtun á keppnisstað á keppnisdegi frá kl. 11:00 -11:30.