Samsun_Sveinbjorn_2016Grand Prix Samsun lauk í dag. Sveinbjörn Iura keppti í -81 kg flokknum  í gær og varð að lúta í lægra haldi gegn Andranik Chaparyan frá Armeníu eftir hörkuviðureign þar sem Sveinbjörn var síst lakari aðilinn. Glíman var ósköp jöfn og þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og Sveinbjörn kominn með eitt shido reynir hann tai-otoshi en Armenin náði að svara með fórnarbragði, líkast til yoko-guruma sem heppnaðist ágætlega en fékk ekkert fyrir kastið en komst hins vegar beint inn í fastatak og hélt því og vinnur og Sveinbjörn þar með úr leik. Hér eru úrslitin og hér er glíman hans Sveinbjörns.