Reykjavík Judo Open sem er alþjóðlegt mót verður haldið nú í fimmta skiptið í Laugardalshöllinni næsta laugardag (28. jan.) og hefst það kl. 10. Þetta er sterkasta judomótið á RIG sem við höfum haldi til þessa. Á meðal keppenda er Marcus Nyman frá Svíþjóð sem er í öðru sæti heimslistans en hann keppti um bronsverðlaunin í RÍÓ sl. sumar. Hann vann fjölda stórmóta 2016 og er fyrrverandi Erópumeistari. Einnig eru verðlaunahafar frá Evrópumeistaramótinu 2016 og Grand Slam mótaröðinni 2016. Sérstakur heiðursgestur er núverandi Ólympíumeistari  og fyrrum heims og Evrópumeistari í -100 kg flokknum Lukas Krpalek frá Tékklandi og mun hann taka þátt í æfingabúðum daginn eftir mót ásamt þjálfara sínum og Tékkneska landsliðsins Petr Lacina.

 

 

 

Tímasetning laugardaginn 28. Jan.
Forkeppni 10-13  keppt á tveimur völlum.
Hlé 13-14:30
Keppni um bronsverðlaunin 14:30-15:30 keppt á einum velli.
Úrslit 15:30 -16:00 keppt á einum velli.
Verðlaunafhending 16-16:30
Mótslok. 16:30