Í morgun fóru sjö keppendur ásamt þjálfara til að taka þátt í alþjóðlegu móti í Noregi, Norwegian Judo Cup sem haldið er í Kongsberg þann 12. mars. Þau sem fóru eru Alexander Heiðarsson sem keppir í -55 kg flokki og bæði í U18 og U21 og það gera einning þær Berenika Bernat og Hekla Dís Pálsdóttir í -63 kg flokki. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir keppir í U21 og senioraflokki í -70 kg og síðast en ekki síst keppa í senioraflokki þær Ásta Lovísa Arnórsdóttir -57 kg og Ingunn Rut Sigurðardóttir og Petra Hlíf Jóhannsdóttir í -63 kg flokki. Þjálfari og fararstjóri með hópnum er Anna Soffía Víkingsdóttir.